Viðskipti : Yfirlit greina
CCP starfar með Google
CCP hefur tekið upp samstarf við Google um þróun á nýjum leik fyrir sýndarveruleikakerfi. CCP þróar Gunjack Next sem verður sjálfstætt framhald af leiknum EVE Gunjack. Nýi leikurinn verður eingöngu þróaður fyrir nýkynnta vöru Google, Daydream, en sá sýndarveruleikabúnaður verður kynntur til sögunnar í haust.
Hæstiréttur vísar hópmálsókn frá
Hæstiréttur Íslands hefur staðfest þann úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur að vísa frá máli hópmálsóknarfélags á hendur mér. Þessi ófrægingarleiðangur, undir stjórn Árna Harðarsonar og Róberts Wessman, hefur reynst þeim köppum lítil frægðarför.
Héraðsdómur vísar hópmálsókn frá dómi
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur vísað frá máli sem hópmálsóknarfélag höfðaði á hendur mér. Í úrskurðinum kemur fram að ekki liggi fyrir að félagsmenn í hópmálsóknarfélaginu eigi lögvarða hagsmuni af því að fá leyst úr viðurkenningarkröfum sínum og að kröfugerð þeirra feli eingöngu í sér beiðni um álit á lögfræðilegu efni án þess að fyrir liggi að hún sé nauðsynleg til úrlausnar á ákveðnum kröfum.