Viðskipti : Yfirlit greina
Hvorki sanngirni né hlutlægni hjá RÚV
Ég sendi bréf á stjórn Ríkisútvarpsins fyrir nokkrum dögum og krafðist opinberrar afsökunarbeiðni frá stofnuninni vegna Kastljóss-þáttar þriðjudaginn 23. júní sl. Ég tel RÚV hafa brotið þau lög sem gilda um stofnunina með því að beita ófaglegum vinnubrögðum, láta sanngirni og hlutlægni lönd og leið og láta ógert að leita upplýsinga frá báðum aðilum eða kynna sjónarmið þeirra sem jafnast. Umfjöllunin var meiðandi og til þess fallin að valda mér tjóni.
Tugmilljóna kostnaður lagður á hluthafa
Lögmenn í Reykjavík hafa stofnað málsóknarfélag um mál gegn mér. Lögmennirnir hafa um margra ára skeið velkst með málið, án þess að nokkuð markvert hafi komið fram. Lögmennirnir hafa borið háar þóknanir úr býtum.
Breytt afstaða Árna Mathiesen
Fyrir nokkru ritaði ég bréf til Árna Mathiesen, fyrrverandi fjármálaráðherra, og fór fram á að hann drægi til baka ummæli um mig, sem höfð eru eftir honum í skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis um bankahrunið.
13 milljarðar til gagnavers Verne Global
Verne Global hefur lokið við hlutafjáraukningu fyrir allt að 98 milljónir bandaríkjadala, eða um 13 milljarða króna. SÍA II, framtakssjóður í rekstri Stefnis, kemur ásamt hópi lífeyrissjóða nýr inn í hluthafahóp félagsins. Stærstu hluthafar Verne Global fyrir hlutafjáraukninguna – Wellcome Trust, Novator Partners og General Catalyst, tóku einnig þátt í hækkuninni.