Samfélagsmál : Yfirlit greina
Dauðinn endanlega staðfestur
Nú er endanlega búið að staðfesta dauða gömlu Icesave-grýlunnar. Jarðarför hennar fór næstum fram í kyrrþey, a.m.k. sé miðað við þær upphrópanir, formælingar og djöfulskap sem einkenndu tilveru hennar. Öll sú tilfinningasemi var byggð á innantómum hræðsluáróðri og stjórnmálamenn þess tíma ættu að skammast sín fyrir að leiða þjóðina á þær skaðlegu brautir.
Áhugaverðar endurbætur á Fríkirkjuvegi
Margt áhugavert hefur komið í ljós við endurbætur á Fríkirkjuvegi 11. Framkvæmdir hófust þar í vor, en reiknað er með að húsið verði komið í upprunalegt horf að utan í haust. Þá hefjast framkvæmdir innan dyra, en þær munu taka drjúgan tíma enda verður leitast við eftir fremsta megni að varðveita þær menningarsögulegu minjar, sem felast í húsinu.
Framkvæmdir hefjast á Fríkirkjuvegi
Forsætisráðherra hefur samþykkt tillögu Minjastofnunar um friðun hússins að Fríkirkjuvegi 11. Ytra byrði hússins er friðað, sem og stórir hlutar innra byrðis. Undirritun forsætisráðherra var lokaáfanginn í ströngu og ítarlegu ferli, sem nauðsynlegt var til að hægt yrði að gera húsið upp og opna það almenningi. Framkvæmdir munu hefjast á næstu dögum.