Eldra efni : Yfirlit greina
Undarleg viðmið
Rannsóknarnefnd Alþingis styðst við aðrar reglur en í gildi voru á Íslandi og annars staðar á Vesturlöndum um mat á áhættu af útlánum. Þá er það undarlegt að í meginniðurstöðum skýrslunnar eru skuldir eigenda Samsonar eignarhaldsfélags ehf. hjá Landsbankanum aðeins miðaðar við eigið fé Landsbankans. Það er óvanalegt. Eðlilegt hefði verið að taka einnig mið af eignum og greiðslugetu lántakenda.
Deutsche Bank er ekki hluthafi í Actavis
Vegna frétta um að Deutsche Bank hafi fengið heimild frá samkeppnisyfirvöldum ESB til yfirtöku á Actavis er rétt að ítreka að bankinn er ekki hluthafi í Actavis. Heimildin er formsatriði vegna ákvæða í samningum um fjárhagslega endurskipulagningu Actavis en efnisatriði þess samnings eru ekki opinber. Það sem upplýst hefur verið og liggur fyrir er að ég er stærsti hluthafinn í félaginu og sit í stjórn þess.