Hrunið : Yfirlit greina
Undarleg viðmið
Rannsóknarnefnd Alþingis styðst við aðrar reglur en í gildi voru á Íslandi og annars staðar á Vesturlöndum um mat á áhættu af útlánum. Þá er það undarlegt að í meginniðurstöðum skýrslunnar eru skuldir eigenda Samsonar eignarhaldsfélags ehf. hjá Landsbankanum aðeins miðaðar við eigið fé Landsbankans. Það er óvanalegt. Eðlilegt hefði verið að taka einnig mið af eignum og greiðslugetu lántakenda.