Hrunið : Yfirlit greina
Fáránleg frétt á Stöð 2
Stöð 2 birti í gærkvöldi fáránlega frétt um „skuggastjórnendur“ íslensku bankanna fram til haustsins 2008 og segir í fréttinni að eigendurnir muni “ að öllum líkindum sleppa“. Fréttastofan tekur dæmi um mig sem „skuggastjórnanda“ þegar ég átti fundi með íslenskum ráðamönnum um mánaðarmótin september / október 2008. Þá rambaði bankakerfið á barmi hengiflugs og viðræður voru um sameiningar banka og breytingar á eignarhaldi þeirra. Ljóst er af þessum fréttaflutningi að Stöð 2 virðist ekki skilja hlutverk eigenda í fyrirtækjum og er umhugað um að tengja mig við athæfi sem ég muni „að öllum líkindum sleppa“ með. Af þessu tilefni sendi ég fréttastjóra Stöðvar 2 bréf. Annars er rétt að geta þess að íslensk lög hvorki kveða á um brot af því tagi sem fréttastofan hefur búið til né um refsiábygð sem menn eins og ég eiga að hafa sloppið undan.
Fjármunir frá Samson ehf. fluttir milli félaga vegna nýrra fjárfestinga
Fjölmiðlar hafa síðustu daga fjallað um fjárreiður Samson eignarhaldsfélags ehf. þar sem látið er í veðri vaka að óreiða hafi verið í bókhaldi félagsins og einstök viðskipti þess við önnur félög í eigu sömu eigenda hafi verið óeðlileg. Þessu er alfarið hafnað. Vegna þessara frétta vilja fyrrum eigendur félagsins koma á framfæri eftirfarandi upplýsingum: