Hrunið : Yfirlit greina
Stefni að því að gera upp mínar skuldir
Í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis er greint frá skuldum mínum í þeim íslensku bönkum sem ég var stór hluthafi í fram að yfirtöku ríkisins á þeim í október 2008 og mars 2009, – þ.e. Landsbankanum og Straumi. Vegna þessara umfjöllunar tel ég rétt að gera opinberlega grein fyrir lánum mínum í þessum bönkum og þá um leið leiðrétta rangfærslur sem finnast í skýrslunni en nefndin óskaði hvorki eftir upplýsingum frá mér, né kallaði mig til viðtals og gaf mér því ekki kost á að svara þeim aðfinnslum eða rangfærslum sem að mér beinast. Þess vegna sendi ég í dag frá mér yfirlýsing og greinargerð til fjölmiðla þar sem kemur m.a. fram að ég stefni að því að gera upp mínar skuldir.
Skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis kynnt
Skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis
var kynnt í dag. Það sem kemur mér mest á óvart eftir kynninguna er hversu heildarniðurstaðan er skýr, – hegðun einstaka banka, stjórnenda þeirra og eigenda og sérfræðinga á þeirra vegum er áþekk þegar litið er um öxl. Ég á eftir að kynna mér efni skýrslunnar en sé í fljótu bragði að talsvert er um mig fjallað og er ég dálítið hissa á sumu því sem ég hef rekist á í ljósi þess að ég var ekki kallaður á fund nefndarinnar.