Hrunið : Yfirlit greina
Markmiðið skýrt – hámarka verðmæti eigna og stuðla að sem mestum heimtum
Stöð 2 greindi frá efnisatriðum
samkomulagsins sem ég og fyrirtæki mitt gerði við lánardrottna í júlí sl. Því
miður get ég ekkert sagt um einstök atriði samningsins vegna trúnaðar sem ég er
bundinn. Fréttin er túlkuð á alla kanta í fjölmiðlum og á vefnum. Það sem mér
finnst ekki koma skýrt fram í fréttinni er að markmið samkomulagsins var að
skapa aðstæður til að hámarka verðmæti eigna minna og fyrirtækja minna svo
heimtur lánardrottna gætu orðið sem allra mestar. Bloggari að nafni Andri
Haraldsson virðist hafa hitt naglann á höfuðið þegar hann segir: „Semsagt, með
því að fella niður persónulegar ábyrgðir og taka þess í stað ábyrgðir sem
tengjast eignum sem ekki eru persónulegar eignir BTB, þá er bankinn að auka
heimtur sínar um 95% stig — eða 20 sinnum meiri innheimtur en gert var ráð
fyrir.“
Það hlýtur að vera eitthvað bogið við þetta!
Í júlí gat ég skýrt frá því opinberlega að samkomulag hefði náðst um uppgjör skulda minna og fjárfestingarfélags míns, Novators, við innlenda og erlenda lánardrottna. Í uppgjörinu fólst að skuldir yrðu ekki gefnar eftir og gerðar upp að fullu og samkomulag er við lánardrottna um ráðstöfun nær allra minna eigna. Uppgjör mitt á dögunum var flestum auðskiljanlegt enda gerðu flestir fjölmiðlar góða grein fyrir því. Hins vegar er ekki hægt að gera ítarlega grein fyrir uppgjörinu þar sem um trúnaðarmál í viðskiptum mínum við fleiri en sex fjármálafyrirtæki er að ræða. Þetta skilja allir sem koma nálægt miðlun upplýsinga um viðskipti með einn undantekningu þó – íslenskri. Á þeim bæ gáfu menn sér að eitthvað hlyti að vera bogið við uppgjörið.
Miklar lántökur, stórt bankakerfi, verðbólga og viðskiptahalli skiptu sköpum á Íslandi
Þórarinn G. Pétursson hefur í samvinnu við Þórarinn Tjörva Ólafsson sett saman áhugaverðan fyrirlestur um hið fjármálalega gjörningaveður 2007 – 2008. Þeir félagar sem báðir eru starfsmenn Seðlabanka Íslands reyna að svara spurningunni “Af hverju fauk Ísland um koll en önnur lönd sluppu betur?“ Svar þeirra er að miklar lántökur einkageirans, stórt bankakerfi, verðbólga og viðskiptahalli hafi skipt sköpum á Íslandi.
Rangar „fréttir“
Mig langar að þakka enn og aftur góð viðbrögð við þessum vef. Flestir hafa góðan skilning á tilgangi hans, þ.e. að skapa mér vettvang til að koma óbjöguðum upplýsingum á framfæri við almenning á Íslandi. En þeir eru líka ýmsir, sem hafa uppi stór orð um áróður og gefa í skyn að fjölmiðlum einum sé treystandi til að fjalla um mín mál og hafa jafnvel fyrir satt að almannarómur ljúgi aldrei. En er það svo? Hér er rétt að nefna nokkrar af þeim röngu „fréttum“, sem hafa verið mest áberandi frá hruninu og sem mikilvægast hefur verið að leiðrétta. Eftir þann lestur getur fólk svarað þeirri spurningu, hvort ég geti treyst á aðra til að koma réttri mynd af mér og viðskiptum mínum til skila.