Eldra efni : Yfirlit greina
Rannsókn varð að eftirgrennslan
Fréttastofa Sjónvarps birti á laugardagskvöldi fyrir páska frétt um að Deutche Bank hefði skipað rannsóknarteymi til að skoða meintan „óheiðarleika og lögbrot“ hjá fyrrum stjórnendum og eigendum Landsbankans. Fréttin var óljós, heimildir mjög veikar og bar hún öll merki kjaftasögu sem hvorki er hægt að staðfesta né neita. Ég taldi rétt að gera alvarlegar athugasemdir við fréttastjóra RÚV, Óðin Jónsson, vegna fréttarinnar á fyrsta virka vinnudegi eftir páska. Í vinsamlegu svari sagði Óðinn að fréttastofan stæði efnislega við fréttina en þar talaði hann ekki um rannsókn heldur „eftirgrennslan“ hjá Deutche Bank.