Eldra efni : Yfirlit greina

Birta eftir árum

Verðmæti CRa aukast um 324% á rúmlega tveimur árum

Kolkrabbinn missir Eimskip

Burðarás verður öflugt fjárfestingarfélag

Aldrei fengust svör

Í gær var frá því greint á Pressunni að Björgólfur Thor Björgólfsson hafi spurt Geir H Haarde eftirfarandi spurningar: „Viljið þið okkur út úr Íslandi? Ef svo er, láttu mig vita.“ Þetta er rétt. Björgólfur Thor spurði Geir Haarde þessarar spurningar á mánudagskvöldi eftir að ríkið hafði yfirtekið Glitni. Áður hafði Björgólfur Thor kynnt forsætisráðherra greinargerð sína og bankastjóra Landsbankans um afleiðingar yfirtökunnar en þar var því lýst hvernig hún veikti allt bankakerfið. Var forsætisráðherra hvattur til að endurskoða ákvörðunina um yfirtöku Glitnis því hún væri mistök. Tillaga var sett fram um að Glitnir myndi sameinast Landsbankanum (og Kaupþingi að hluta) með hlutafjárframlagi ríkisins sem ætti þá stærsta hlutinn í sameinuðum banka. Þá virtist fyrirferð Björgólfs Thors og föður hans í íslensku athafnalífi vera helsta hindrunin í vegi þeirrar sameiningar og því bar Björgólfur Thor fram þessa spurningu. Við henni fékkst aldrei svar.