Eldra efni : Yfirlit greina

Birta eftir árum

Þrír hópar valdir

VÍS óvænt selt

Útrásin var einstefna

Hugmyndir margra Íslendinga um útrás virtust byggja á þeim misskilningi að alþjóðavæðing viðskiptalífsins snérist um það eitt að þiggja en aldrei að láta neitt af hendi. Íslensku bankarnir tóku lán í útlöndum sem þeir lánuðu áfram til íslenskra fyrirtækja sem keyptu eignir í útlöndum og veðsettu þær. Erfitt var í mörgum tilfellum að sjá virðisaukandi framlag Íslendinga. Björgólfur Thor gerði strax árið 2005 athugasemdir við þennan hugsunarhátt í ræðu þar sem hann sagðist vera frekar í innrás en útrás því hann hefði fjárfest hér á landi með fjármunum sem hann aflaði erlendis.

Heildarfjárfestingar á Íslandi um 400 milljarðar króna