Ýmsar alþjóðlegar umsagnir og samantektir um fjármálakerfið og Ísland fyrir og eftir hrun

Ísland lenti skyndilega í kastljósi alþjóðlegra matsfyrirtækja, greiningadeilda alþjóðlegra banka og stórra erlendra, einkum breskra, fjölmiðla á fyrri hluta árs 2006. Sú athygli hélst fram yfir hrun. Hér að neðan er safn umsagna og greinargerða sem aðgengilegar voru eftir hrun. Hér er alls ekki um heildaryfirlit að ræða og því gefur safnið ekki til kynna neina heildarmynd af því sem sagt var um Ísland á alþjóðlegum fjármálavettvangi á árunum 2006 til 2010.

 

24. jan 2006        Ísland – Barclays Bank segir íslensku bankana skauta hratt á ís sem þynnist.

20. feb 2006        Ísland – Fitch Ratings: Stöðugar horfur íslenskra banka þrátt fyrir að horfur séu neikvæðar

fyrir íslenskt efnahagslíf.

23. feb 2006        Ísland – Fitch Ratings gefur út óbreytt mat á íslensku bankana þrátt fyrir óheppilegar horfur í

efnahagslífi.

2. mars 2006       Ísland – Fitch Ratings: Íslensku bankarnir betur búnir undir áfall í hagkerfinu en áður.

7. mars 2006       Íslensku bankarnir – Merrill Lynch segir að kerfisvandi hverfi ekki á einni nóttu og að

lánsfjármögnun bankanna sé framhlaðin, – of mikið er til of stutts tíma.

7. mars 2006       Ísland – Jyske Bank: Ísland er sjóðandi heitt, – fjárfestar losi áhættur.

13. mars 2006     Íslensku bankarnir – Morgan Stanley segir að markaðurinn hafi brugðist of hart við fréttum

frá Íslandi.

14. mars 2006     Ísland – Dresdner Kleinworth Wasserstein: Áhættan af íslensku bönkunum ofmetin.

15. mars 2006     Ísland – Fitch Ratings lækkar matið á Íslandi í A+ úr AA+

20. mars 2006     Ísland – Fitch Rating segir útlit á Íslandi neikvætt, – var stöðugt

24. mars 2006     Íslensku bankarnir – JPMorgan: Íslensku bankarnir eru frábrugðnir öðrum evrópskum

bönkum með sömu matseinkunnir.

26. mars 2006    Íslensku bankarnir – Credit Sights: Lausafjárvandi verulegur en litlar líkur á að lausfjárþurrð.

4. apríl 2006        Ísland – Moody‘s boðar að mat á fjárhagsstyrk Kaupþings geti lækkað en mat á hinum

viðskiptabönkunum er áfram neikvætt.

6. apríl 2006        Ísland – Moody‘s segir ástand efnahagsmála á Íslandi stöðugt.

20. apríl 2006     Ísland – Danske Bank: Ofþensla á Íslandi, – krónan í vanda.

31. maí 2006       Ísland – Center for European Policy Study: Stóran lærdóm má draga af litlu landi –

sveigjanleiki íslenska hagkerfisins lofaður.

15. sept 2006      Ísland – Danske Bank: Góðar fréttir, – samdráttur í neyslu.

20. sept 2006      Ísland – Jyske Bank: Ísland að kólna, – verðbólga og vextir hafa náð hámarki.

8. nov 2006         Íslensku bankarnir – Merrill Lynch kýs helst Landsbankannn, segir sjálfan rekstur Kaupþings

ekki nægilega arðbæran og Glitni og áhættusækinn.

Des 2006            Ísland – Moody‘s: Innistæðumat stöðugt en horfur með styrkleik bankanna neikvætt vegna

erfiðleika í umhverfi.

17. jan 2007        Evrópa – S&P‘s fjalla um lánshæfi einstakra ríkja.

15. mars 2007    Ísland – Fitch Ratings: Íslensku bankarnir standa sterkir þrátt fyrir ójafnvægi í efnahagslífi.

3. apríl 2007        Íslensku bankarnir – Moody‘s: Tilkynnt um að líkur séu á að mat 46 banka verði lækkað vegna

breyttrar aðferðafræði. Íslensku viðskiptabankarnir þrír eru þeirra á meðal.

Nóv 2007             Ísland – Richard Portes og Friðrik Baldursson fyrir Verslunarráð Íslands: Íslenska

fjármálkerfið traust og sveigjanlegt.

5. des 2007        Kaupþing og Glitnir – UBS kýs Kaupþing framyfir Glitni og segir bankana að vera að jafna sig

eftir mjög mikinn vöxt.

Jan 2008             Ísland – Moody‘s: Aaa einkunn Íslands á krossgötum – áhyggjur af alþjóðlegri stærð íslensku

bankanna.

17. jan 2008       Íslensku bankarnir – Credit Sights: Ástæða til að hafa augun á íslensku bönkunum eftir fall

fjárfestingafélagsins Gnúps.

20. feb 2008       Landsbankinn – UBS telur Landsbankann með bestu varnirnar og mest aðlaðandi

íslensku bankanna.

28. feb. 2008      Landsbankinn – Euro Investor fjallar um lækkun Landsbankans í mati hjá Moody‘s.

29. feb 2008       Íslensku bankarnir – Kaupþing fjallar um lækkun Moody‘s á mati á íslensku bönkunum.

1. apríl 2008       Ísland – Fitch Ratings: Allir íslensku viðskiptabankarnir sagðir með neikvæðar horfur.

8. apríl 2008       Ísland – Moody‘s: Ísland kemur vel út á öllum mælikvörðum.

9. maí 2008        Landsbankinn – Fitch staðfestir lánshæfismat A

20. maí 2008      Ísland – Moody‘s: Mat á Íbúðalánasjóði lækkað en óbreytt á viðskiptabönkunum.

24. júlí 2008        Ísland – Merrill Lynch spyr hvort íslensku bankarnir stefni í strand þar sem engar fréttir berist

af fjármögnun yfirvalda.

7. ágúst 2008      Íslensku bankarnir – Credit Sights segir íslenskubankanna hafa mikið fyrir fjármögnun sinni

og að skuldatryggingaálag þeirra sé grunsamlega hátt.

8. ágúst 2008      Íslensku bankarnir – RBS segir grunnþætti í íslenska bankakerfinu ekki gefa tilefni til hins

hins háa skuldatryggingaálags.

 

8. okt 2008          Landsbankinn – Moody‘s: Matseinkunn Landsbankans lækkuðu úr A í C eftir yfirtöku

skilanefndar á eignum bankans og rekstri.

20. okt 2008        Íslensku bankarnir – Credit Sights: Bless, bless skuldabréfaeigendur.

21. okt 2008        Alþjóðamarkaðir – Mervyn King, bankastjóri Englandsbanka, fer yfir ástæður aðgerða breskra

stjórnvalda til stuðnings breskum bönkum sem tveimur vikum áður voru á barmi hruns.

Okt. 2008             Bretland – Englandsbanki: Stöðugleikaskýrsla þar sem gerð er grein fyrir því sem herjaði á

breska banka í september og október 2008.

Ágúst 2009          Bretland – Ársskýrsla FSA 2008/2009: Breska fjármálaeftirlitið gerir upp fjármálakreppuna

veturinn 2008/2009.

Jan 2010              Bretland – Mervyn King, bankastjóri Englandsbanka, greinir í víðu sögulegu samhengi frá

fjármálakreppunni.