Umfjöllun um uppgjör skulda
Íslenskir fjölmiðlar hafa fjallað talsvert um uppgjör mitt og félaga minna við lánardrottna. Þar virðist mesta athygli vekja hversu fjárhæðirnar eru háar og sú staðreynd að hér er um heildauppgjör að ræða og að allar eignir mínar eru undir í þessu uppgjöri. Fram kemur að uppgjörið nemi um 1200 milljörðum króna og að vonir standi til að hægt sé að ljúka því á um fimm árum.
Viðskiptablaðið, Morgunblaðið og Fréttablaðið greindu á fimmtudagsmorgni frá samkomulagi því sem náðst hafði deginum áður við alla lánardrottna mína og minna fyrirtækja. Mest athygli vöktu þær fjárhæðir sem um ræðir og að allar eigur mínar eru lagðar undir í þessu uppgjöri. Uppgjörið nemur um 1200 milljörðum króna og ég geri mér vonir um að hægt verði að ljúka því á fimm til sex árum. Í hádegisfréttum ríkisútvarpsins var einnig vikið að því hvort ég bæri ábyrgð á Icesave skuldinni svökölluðu og þá hafði Stöð 2 talsverðan áhuga á huseigninni við Fríkirkjuveg 11 en samkvæmt uppgjörinu held ég húsinu en get ekki selt það nema ég hafi gert upp skuldir sem eru umtalsvert hærri en hugsanlegt verðmæti hússins. DV sýndi mestan áhuga á því hvort að eigur mínar í svokölluðum skattaskjólum séu hluti að uppgjörinu. Því er til að svara eins og kemur fram í blaðinu að allar eigur mínar liggja undir í þessu uppgjöri þar á meðal eignir sem voru bundnar í sjóðum á aflandseyjum.