Staðið með íslensku krónunni
Því hefur verið ranglega haldið fram í íslenskum fjölmiðlum að Novator eða félög tengd Björgólfi Thor Björgólfssyni hafi tekið stöðu gegn íslensku krónunni. Þetta er ekki rétt. Á árinu 2007 seldu félög tengd Björgólfi fleiri krónur en þau keyptu og skýrist það á mati þess tíma að krónan væri of hátt skráð miðað við aðra gjaldmiðla. Á árinu 2008 breytast forsendur þar sem við lok fyrsta ársfjórðungs fellur gengi íslensku krónunnar um nærri fjórðung. Eftir það styðja Novator og tengd félög við íslensku krónuna með því að kaupa hana eins og sést vel á meðfylgjandi mynd. Á þriðja ársfjórðungi ársins sem voru þrír síðustu mánuðurnir fyrir hrun bankakerfisins keyptu félög tengd Björgólfi Thor íslenskar krónur fyrir andvirði um 400 milljóna evra.