Útrásin var erlent lán.
Hin svokallaða útrás, eins og hún átti sér stað á Íslandi, var einföld:
- Íslenskir bankar fengu peninga að láni frá erlendum bönkum.
- Íslensku bankarnir lánuðu þessa peninga áfram til íslenskra fyrirtækja.
- Íslensku fyrirtækin notuðu þessi erlendu lán til þess að kaupa erlend fyrirtæki með skuldsettum yfirtökum.
Eins og sést á þessari örstuttu samantekt var eigið fé sama og ekkert í þessum viðskiptum. Það þýddi að um leið og verð á erlendum mörkuðum lækkaði varð eiginfjárstaðan neikvæð. Það gerðist og stuðlaði að hruni hins íslenska fjármálakerfis. Björgólfur Thor Björgólfsson tók að takmörkuðu leyti þátt í þessu. Það sést á því hverjir eru helstu lánardrottnar hans. Erlendir bankar lánuðu félögum á hans vegum um 75% af heildarlánum og skuldbingum til félaganna.
Björgólfur Thor átti hins vegar stóran hlut í íslenskum banka, sem tók mikinn þátt í útrásinni. Þegar vandi Landsbankans jókst gekkst hann í persónulegar ábyrgðir m.a. til að styðja við bankann. Það duggði ekki til.