Straumur yfirtekinn gegn vilja eigenda og stjórnenda

 

Straumur stóð frammi fyrir umtalsverðum lausafjárvanda í byrjun mars 2009. Í febrúar hafði  bankinn óskað eftir fyrirgreiðslu frá Seðlabanka Íslands og samkvæmt því sem kemur fram í grein eftir  Björn Jón Bragason, sagnfræðing, og birt var í tímaritinu Þjóðmálum sumarið 2010 studdi fjármálaráðuneytið þá fyrirgreiðslu m.a. vegna þessi mikilvæga hlutverks sem Straumur gegndi þá í íslensku bankakerfi. Í áðurnefndri grein kemur fram að hik hafi komið á stjórnsýsluna. Seðlabankamenn og fjármálaráðuneytismenn hafi verið áhugalitlir og flóttalegir og að stjórnvöld hafi talið það pólitíska áhættu að grípa til aðgerða sem hægt væri að túlka sem einhverskonar stuðning við Björgólf Thor  Björgólfsson, stjórnarformann bankans. William Fall , þáverandi forstjóri Straums, fannst íslensk stjórnvöld vera eins og höfuðlaus her og að vantað hafi bæði reynslu og þekkingu til að takast á við þau vandamál sem við blöstu. Á þessum dögum var ekki starfandi forstjóri hjá Fjármálaeftirlitinu og nýráðinn bankastjóri Seðlabankans, sem var lítt kunnur aðstæðum á Íslandi, þekkti ekkert til málefna bankans. Á sunnudeginum 8. mars 2009 var ljóst að ósk Straums um lán til þrautavara hjá Seðlabanka Íslands yrði synjað. Stjórn bankans og stjórnendur ætluðu í framhaldi að óska eftir því að fyrirtækið yrði sett í greiðslustöðvun. Áður en til þess kom ákvað stjórn FME að morgni mánudagsins 9. mars 2009 að nýta heimildir í neyðarlögum sem samþykkt voru á Alþingi í október 2008 og yfirtaka eignir og starfsemi bankans. Það var gert gegn vilja stjórnar og stjórnenda bankans.  Hægt er að lesa nánar um aðdraganda falls Straums í áðurnenfndri grein Björns Jóns Bragasonar. Í þeirri grein vekur sérstaklega athygli hversu erfitt er að fá upplýsingar frá opinberum aðilum um forsendur ákvarðana stjórnvalda.

Hér að neðan er stiklað á stóru í atburðarás mánudagsins 9. mars og daganna sem á eftir komu eins og frá var greint í samtímaheimildum:

 

9.3.2009

10.3.2009

12.3.2009

13.9.2009

16.3.2009

18.3.2009