Novator eignast 38% í CCP
Í ársbyrjun 2006 keypti NP ehf. 38% hlut fjárfestingarsjóðsins Brú Venture Capital hf. í tölvuleikjafyrirtækinu CCP hf. Stærstu hluthafar NP ehf. eru Novator One sjóðurinn með 45% og svo Novator ehf. með rúm 38%. Þess bera að geta að Novator One er að 100% hluta í eigu Straums Burðarás. Kaupverð hlutarins í CCP hf. er trúnaðarmál. Skömmu eftir kaup NP ehf. af Brú keypti Novator ehf. alla hluti tveggja íslenskra fjármálastofnana er námu um 2,4% af heildarhlutafé CCP. Hlutir NP ehf. og Novator ehf. hafa nú þynnst út m.a. vegna hlutafjáraukninga og skuldbindinga um hvatakerfi (e. stock option) meðal stjórnenda og starfsmanna CCP og er nú um 33%.