BTB.is

    Aldrei hluthafi í WOW

    Í nýútkominni bók um ris og fall WOW flugfélagsins er ég ranglega kallaður hluthafi í félaginu. Hið rétta í málinu er, að fyrsta og eina aðkoma mína að WOW var að ég féllst á að kaupa skuldabréf fyrir 3 milljónir evra í september sl. Það var persónulegur greiði við vin minn Skúla Mogensen.

    Örsmá króna, ábyrgðarleysi og brask

    Ekki hefur farið framhjá nokkrum manni að 10 ár eru liðin frá hruninu. Áratugur ætti að vera nógu langur tími til að menn nái skýrri sýn á atburði, en því miður eru sárin það djúp að fólk er enn að deila um orsakir og hverjir séu helstu sökudólgar og verða eflaust að því minnst 10 ár til viðbótar.

    Blekkingum beitt gegn þjóðinni

    Ríkisstjórn Íslands átti möguleika á að bjarga einum bankanna haustið 2008, með því að fara að hugmyndum breska fjármálaeftirlitsins um að koma Icesave innlánsreikningum Landsbankans hið snarasta undir breska lögsögu. Til þess að svo yrði þurfti Landsbankinn 200 milljón punda fyrirgreiðslu frá Seðlabanka Íslands. En forsætisráðherra var blekktur til að samþykkja miklu hærra lán til Kaupþings. Allur gjaldeyrisforðinn rann þar á einu bretti í vafasamar björgunaraðgerðir Kaupþingsmanna, þar sem helsta markmiðið var að tryggja stjórnendum bankans, mönnum sem höfðu stýrt skráðu félagi í örfá ár, milljarða í eigin vasa.

    Stoltur af CCP

    Tilkynnt var um kaup Pearl Abyss á öllu hlutafé í CCP fyrir helgina. Novator hefur verið stærsti eigandi leikjaframleiðandans frá 2005, eða í 13 ár. Allan þann tíma hefur hugmyndaauðgi og kraftur einkennt starf CCP, allt frá því að nokkrir tugir starfsmanna unnu að þróun fyrstu leikjanna og þar til nú, að þetta stórfyrirtæki sinnir hundruðum þúsunda viðskiptavina um allan heim. Ég er sannfærður um að CCP mun halda áfram á sömu braut í eigu suður-kóreska fyrirtækisins Pearl Abyss og er stoltur af því magnaða fyrirtæki, sem nú eignast nýja bakhjarla.